Sunday, September 18, 2011

Undir teppinu er Hekla örugg...


Látið ekki blekkjast af rólegu yfirborði Heklu, hún skelfur að innan! Hún hræddi sjálfa sig í kvöld þegar hún hvíslaði draugasögu að heimilisföðurnum sem lá í fasta svefni. Henni fannst hún þurfa að hefna sín á flóninu sem hafði fyrr um daginn ryksugað einn sokkinn hennar, þannig að hún lagði sig alla við þegar hún fór með söguna um Djáknann á Myrká. Ekki var að sjá að sagan hefði mikil áhrif á hann, fyrir utan stutt hlé á hrotunum þegar hann snéri sér á aðra hliðina. Hekla varð aftur á móti skelkuð og hljóp eins hratt og fætur toguðu inn í herbergi litlu stúlkunnar, þar sem henni fannst hún öruggari í mjúkri birtu næturljóssins.

Mikið er það nú gott að hafa teppið til að skríða undir...


Don't let Hekla's calm expression fool you, inside she shivers! She frightened herself tonight when she was whispering a ghost story to the little girl's father who was fast asleep. She felt she needed to avenge herself on the fool that had earlier in the day vacuumed one of her socks, so she was extra theatrical when retelling the horrifying tale of the deacon of Myrká. It had no effect on him, other than a brief pause in his snoring when he turned to his other side. Hekla however was thoroughly spooked and ran as fast as she could into the little girl’s room where she felt safer in the soft glow of the nightlight.

It’s a good thing she has her blanket to crawl under...

4 comments:

 1. Oh Hekla, you have to be quiet....you have to ask your Mama a new sock....
  You do have a lovely blanket and a very lovely bed !! where did you get it ? it's more than lovely and with such a bed & blanket you shoud have soft and nice dreams :)

  ReplyDelete
 2. Takk kaerkega fyrir svona dyrlegar sogur :-)

  ReplyDelete
 3. Dásamlegt að fá framhaldssögu með myndum af þessari litlu manneskju.

  ReplyDelete
 4. Vero, the bed is from the danish company Maileg www.maileg.dk. Usually a little princess sleeps in the bed but lately the princess has had to find another place to rest ;)

  ReplyDelete